Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. mars 2009 Prenta

Búferlaflutningar innanlands hafa mikil áhrif á íbúaþróun.

Mynd Fjármálaráðuneytið.ís
Mynd Fjármálaráðuneytið.ís

Mikill aðflutningur til landsins undanfarin ár hefur verið mjög í umræðunni. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um búsetuþróun innanlands.

Á síðustu 5 árum hafa tæplega 46.000 manns flutt til landsins. Þar af voru rúmlega 34 þúsund með erlent ríkisfang. Af landinu hafa flutt tæplega 30 þúsund. Á sama tíma hafa 47 þúsund manns flutt milli landshluta innanlands. Með landshlutum er átt við höfuðborgarsvæðið og gömlu kjördæmin. Innan landshluta, en milli sveitarfélaga fluttu tæplega 55 þúsund en 170 þúsund hafa flutt lögheimili innan sama sveitarfélags á þessum fimm árum. Auk beinna breytinga á íbúafjölda gefa miklir búferlaflutningar tilefni til breytinga á hlutföllum milli kynja og aldursskiptingu ef þeir sem flytja skera sig úr brottflutnings- eða aðflutningssvæðinu í þeim efnum. Slíkt getur haft áhrif á vinnuframboð og þörf fyrir ýmsa þjónustu.

Á myndinni sem er hér með má sjá hvernig landshlutunum hefur reitt af í búferlaflutningum undanfarinna ára og þar sést hversu miklu máli innanlandsflutningarnir skipta. Á myndinni sést að síðastliðin fimm ár hafa innanlandsflutningar skipt mjög litlu fyrir íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins. Þeir hafa bætt 0,3% við íbúafjöldann á tímabilinu meðan flutningar milli landa hafa aukið hann um tæplega 6%.

Suðurnes annars vegar og Suðurland hins vegar eru einu landshlutarnir þar sem innanlandsflutningar hafa bætt við íbúafjöldann. Í öðrum landshlutum hafa innanlandsflutningar fækkað íbúum en í öllum landshlutum hafa millilandaflutningar bætt við hann. Suðurnes skera sig úr en þar hafa innanlandsflutningar bætt 15% við mannfjöldann auk þess sem millilandaflutningar hafa aukið hann um 8%. Búferlaflutningar hafa þannig bætt næstum því fjórðungi við þann íbúafjölda sem bjó á Suðurnesjum fyrir fimm árum. Mestur er nettóbrottflutningur innanlands á Vestfjörðum þar sem hann nam 18,5% af íbúafjölda. Þar ná millilandaflutningar ekki að vega upp fækkunina og hið sama á við um Norðurland bæði austurhlutann og þann vestari.
Nánar hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Saumaklúbbur á Bergistanga 15-01-2011.
  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
Vefumsjón