Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. apríl 2013 Prenta

Burtfarartónleikar Árnýjar Bjarkar í Háteigskirkju.

Árný Björk Björnsdóttir frá Melum.
Árný Björk Björnsdóttir frá Melum.
1 af 2
Sveitungar og samferðamenn, nær og fjær athugið!
Föstudagskvöldið 19. apríl næstkomandi, mun sópransöngkonan Árný Björk Björnsdóttir frá Melum í Trékyllisvík halda burtfarartónleika í Háteigskirkju. Munu tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt og snert verður á ýmsum gullmolum tónlistarsögunnar og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Á tónleikunum koma einnig fram þær Kristín Anna Guðmundsdóttir sópran og Ellen Björg Björnsdóttir. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og allir hjartanlega velkomnir! Að tónleikunum loknum verður gestum boðið að þiggja veitingar í sal kirkjunnar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Íshrafl við Selsker 22-08-2009.
  • Margrét Jónsdóttir.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Afmælisbarnið og gestir.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
Vefumsjón