Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. janúar 2009 Prenta

Cospas Sarsat hættir hlustun neyðarsendinga.

Óskar III ST-40 á sjó.
Óskar III ST-40 á sjó.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vill vekja athygli á að þann 1. febrúar hættir Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hlustun eftir neyðarsendingum á tíðninni 121,5 MHz sem koma frá gömlum neyðarsendum skipa, báta og smærri flugvéla. Aðeins ein af 50 neyðarsendingum á 121,5/243 MHz er raunverulegt neyðartilvik. Þetta hefur í för með sér veruleg áhrif á vinnu leitar- og björgunarstöðva (SAR).

Mælt með að skipta yfir í neyðarsenda á
406 MHz með innbyggðum GPS

Hægt er að draga verulega úr fölskum neyðarsendingum með notkun 406 MHz neyðarsendanna. Mjög mikilvægt er að yfirfara og skipta út gömlum neyðarsendum. Neyðarsendar á 406 MHz með innbyggðum GPS verða til þess að nákvæm staðsetning fæst við ræsingu sendis. Verður því leitarsvæðið minna og líkur á að sá sem leitað er að, verði mun fyrr komið til bjargar. Staðsetningar GPS tækja eru eins og flestir vita mjög nákvæmar eða 60-100 metrar í radíus. Biðtími er innan sex mínútna frá ræsingu nýju sendanna þar til stjórnstöð LHG fær upplýsingar og getur brugðist við þeim.

Samkvæmt upplýsingum frá Póst og Fjarskiptastofnun er talið að um þriðjungur íslenska flotans sé kominn með nýja neyðarsenda sem senda út á 406 MHz. Miðað við þessar upplýsingar má ætla að um 800 bátar verði án neyðarsenda við þessi tímamót. Áríðandi er að sendarnir verði settir sem fyrst í alla báta, ekki síst björgunarbáta. Tímasparnaður vegna leitar getur verið umtalsverður, að ekki sé talað um þá sem þurfa að hafast við í björgunarbátum um lengri eða skemmri tíma. Allt sem flýtir fyrir leit er allra hagur.

Cospas-Sarsat ákvað að hætta gervihnatta-úrvinnslu merkja frá neyðarsendum á 121,5/243 MHz í samráði við Alþjóða flugmálastofnuninni (ICAO) og Alþjóða siglingamálastofnuninni (IMO). Þessar stofnanir Sameinuðu þjóðanna fara með stjórn þeirra öryggiskrafna sem gerðar eru fyrir flugvélar og skip, og hafa staðfest takmarkaða eiginleika 121,5/243 MHz neyðarsendanna og yfirburðar eiginleika 406 MHz neyðarkerfisins.

Þegar neyðarsendir er rétt skráður þá er einfalt með einu símtali til skráðs eiganda hans, í samræmi við kóðaðar upplýsingar neyðarsendisins, að ganga úr skugga um hvort um raunverulega neyð geti verið að ræða. Þar af leiðandi fá raunveruleg atvik viðeigandi viðbrögð. Nánar

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
Vefumsjón