Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. ágúst 2007
Prenta
Djúpavíkurdagar framundan.
Föstudagur 17. ágúst
Matseðill kvöldsins verður með hefðbundnum hætti, ásamt öðrum föstum liðum.
Kl. 21.00 Setning Djúpavíkurdaga hefst með kaffisopa í boði hótelsins eins og venjan hefur verið síðustu ár.
Kl. 22.00 Tónleikar. Heiða Ólafs heldur tónleika í matsal hótelsins, undirleikari er Ari Björn. Aðgangseyrir kr. 1.500, -.
Laugardagur 18. ágúst
Kl. 14:00 Skoðunarferð um síldarverksmiðjuna, leiðsögumaður verðu Héðinn Birnir Ásbjörnsson.
Kl. 14:30 Djúpvíkingurinn. Keppni barna í ýmsum þrautum og leikjum sem nú er haldin í fjórða sinn; umsjón hefur Kristjana María Ásbjörnsdóttir.
Að lokinni keppni um Djúpvíkinginn verður bryddað upp á nýjung sem ákveðið hefur verið að reyna að koma í Heimsmetabók Guinnes á næsta ári. Þá eiga börn og fullorðnir að fara niður í fjöru og "fleyta kerlingar" í ca. 10 mín.
Líta má á þetta fyrsta skipti sem aðalæfingu fyrir næsta ár.
Kl. 16:30 verður boðið upp á stutta útsýnissiglingu með bátnum Djúpfara sem flutti frá höfuðborgarsvæðinu í vor. Allt að 6 manns geta farið út í einu, allir fá björgunarvesti.
Kl. 19:00-21:00 Sjávarréttahlaðborð. Hlaðborð Hótel Djúpavíkur hafa alltaf verið vinsæl í gegnum árin og nú er röðin komin að sjávarréttunum aftur.
Verð kr. 3.000,- fyrir manninn. Lifandi tónlist verður á meðan á borðhaldi stendur.
Kl. 22:00 Tónleikar. Trúbadúrinn Halli Reynis heldur tónleika í matsal hótelsins, aðgangseyrir kr. 1.500, -.
Sunnudagur 19. ágúst
Kl. 14:00 Síðasta kaffihlaðborð sumarsins, gómsætt að venju. Kr. 1.200, - fyrir manninnn.
Matseðill kvöldsins verður með hefðbundnum hætti, ásamt öðrum föstum liðum.
Kl. 21.00 Setning Djúpavíkurdaga hefst með kaffisopa í boði hótelsins eins og venjan hefur verið síðustu ár.
Kl. 22.00 Tónleikar. Heiða Ólafs heldur tónleika í matsal hótelsins, undirleikari er Ari Björn. Aðgangseyrir kr. 1.500, -.
Laugardagur 18. ágúst
Kl. 14:00 Skoðunarferð um síldarverksmiðjuna, leiðsögumaður verðu Héðinn Birnir Ásbjörnsson.
Kl. 14:30 Djúpvíkingurinn. Keppni barna í ýmsum þrautum og leikjum sem nú er haldin í fjórða sinn; umsjón hefur Kristjana María Ásbjörnsdóttir.
Að lokinni keppni um Djúpvíkinginn verður bryddað upp á nýjung sem ákveðið hefur verið að reyna að koma í Heimsmetabók Guinnes á næsta ári. Þá eiga börn og fullorðnir að fara niður í fjöru og "fleyta kerlingar" í ca. 10 mín.
Líta má á þetta fyrsta skipti sem aðalæfingu fyrir næsta ár.
Kl. 16:30 verður boðið upp á stutta útsýnissiglingu með bátnum Djúpfara sem flutti frá höfuðborgarsvæðinu í vor. Allt að 6 manns geta farið út í einu, allir fá björgunarvesti.
Kl. 19:00-21:00 Sjávarréttahlaðborð. Hlaðborð Hótel Djúpavíkur hafa alltaf verið vinsæl í gegnum árin og nú er röðin komin að sjávarréttunum aftur.
Verð kr. 3.000,- fyrir manninn. Lifandi tónlist verður á meðan á borðhaldi stendur.
Kl. 22:00 Tónleikar. Trúbadúrinn Halli Reynis heldur tónleika í matsal hótelsins, aðgangseyrir kr. 1.500, -.
Sunnudagur 19. ágúst
Kl. 14:00 Síðasta kaffihlaðborð sumarsins, gómsætt að venju. Kr. 1.200, - fyrir manninnn.