Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. september 2010 Prenta

Drangajökull hopar.

Drangajökull séð frá austri.
Drangajökull séð frá austri.
Bæjarins besta.
Vísbendingar eru um að Drangajökull kunni að hafa rýrnað. Kom það fram í árvissum mælingum Veðurstofunnar. „Enn á eftir að vinna úr gögnum síðustu mælinga en allt bendir til að bráðnun sé nú meiri en verið hefur frá því að mælingar hófust árið 2005," segir Jón Ottó Gunnarsson, sérfræðingur í rekstri mælakerfis og vatnafræði hjá Veðurstofunni. Hann bendir á að hlýtt veðurfar í sumar hljóti að hafa tekið sinn toll af jöklum landsins. Áður höfðu mælingar bent til að jökullinn væri að stækka á sama tíma og jöklar á meginhálendinu og víðast hvar erlendis höfðu þynnst. „Drangajökull hefur algjöra sérstöðu þar sem hann er svo lágur. Hann er allur undir 1000 metrum yfir sjávarmáli og spannar annað hæðarbil en aðrir jöklar landsins."
Nánar hér á bb.ís

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Lítið eftir.
  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
Vefumsjón