Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. febrúar 2011 Prenta

Eignuðust barn í bæli á Ströndum.

Drangavík á Ströndum.
Drangavík á Ströndum.

Rannsókn á áður ókunnum skjölum um útileguhjúin Fjalla-Eyvind og Höllu hefur m.a. leitt í ljós að þau eignuðust barn í útilegubæli í Drangavíkurfjalli á Ströndum í mars árið 1763, skömmu áður en þau voru handtekin fyrir sauðaþjófnað og dæmd til ævilangrar refsivistar. Áður en til þess kom struku þau. Lík af ungbarninu fannst í bælinu eftir handtökuna, en barnið lifði aðeins í tvo daga.

Björk Ingimundardóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafninu, komst að þessu er hún fór að rýna í skjöl um yfirheyrslur yfir þeim hjúum, sem fram fóru í Árnesi í Trékyllisvík og á Hrófbergi við Steingrímsfjörð vorið 1763. Dómur var svo kveðinn upp í Broddanesi í Kollafirði 30. maí sama ár.

Björk segir í samtali við Morgunblaðið að til þessa hafi dvöl þeirra í Drangavíkurfjalli og líkfundur á barninu ekki verið alkunna. Það komi einnig ýmislegt fram í yfirheyrslunum sem staðfestir að þau hafi áður verið á Hveravöllum en þó ekki haft þar vetursetu. Nánar verður greint frá þessari rannsókn í grein sem Björk er að vinna fyrir tímarit Strandamannafélags Reykjavíkur, Strandapóstinn.
Þetta kemur fram á Morgunblaðsvefnum og einnig er umfjöllun um þetta í Morgunblaðinu í dag.
Nánar á netútgáfu Morgunblaðsins.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
  • Þakjárn komið á mikið til á bílskúr,22-11-08.
  • Borgarísjakinn við Lambanes 30-09-2017.
  • Ein húseining hífð.27-10-08.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
Vefumsjón