Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. ágúst 2010 Prenta

Ekkert 3.G í stað NMT á Fellsegg í Árneshreppi.

Á Fellsegg mun ekki koma 3.G sendir í stað gamla NMT kerfisins.
Á Fellsegg mun ekki koma 3.G sendir í stað gamla NMT kerfisins.
Eins og fram hefur komið hér á vefnum mun verða slökkt á NMT símakerfinu nú 1.september næstkomandi.
Vefurinn Litlihjalli gerði fyrirspurn til Símans hvort yrði settur upp 3.G sendir í staðinn fyrir NMT sendinn sem er á Fellsegg hér í Árneshreppi.
Margrét Stefánsdóttir forstöðumaður samskiptsviðs Símans sendi vefnum eftirfarandi fréttatilkynningu:
Slökkt verður á sendinum á Fellsegg þann 1. september. Ekki er á áætlun að setja upp 3G sendi þar. 3G langdrægur sendir á  Steinnýjarstaðafjalli á Skaga er með útbreiðslu á þjónustusvæði NMT sendis á Fellsegg og ekki gert ráð fyrir að þjónusta við sjófarendur skerðist nema mjög litillega. Þó er ljóst að ekki verður farsímaþjónusta í Ingólfsfirði og Ófeigsfirði þegar NMT kerfinu hefur verið lokað.
Á vef Símans má sjá upplýsingar fyrir notendur NMT til lands og sjávar,og hvernig hægt er að flytja þjónustuna yfir í hið nýja 3.G kerfi Símans.hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
  • Byrjað að klæða þakið 11-11-08.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
Vefumsjón