Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. febrúar 2009 Prenta

Engin fjarskiptastöð fyrir Árneshrepp hjá Vodafone.

Fjarskiptastöðin í Reykjaneshyrnu.
Fjarskiptastöðin í Reykjaneshyrnu.
Vefurinn Litlihjalli sendi fyrirspurn til Vodafone hvort fyrirhugað væri að setja upp fjarskiptastöð eða stöðvar sem myndu bæta GSM samband i Árneshreppi.Eins og fram kemur á vefsíðu Vodafone er uppsetning sendistöðva lokið fyrir Vestfirði.
Nú hefur Hrannar Pétursson forstöðumaður almennatengsla Maraðssviðs Vodafone svarað með eftirfarndi:
Eins og kemur fram á vefsíðunni okkar ( sjá http://www.vodafone.is/vodafone/frettir/vestfirdir ) hefur mikil uppbygging átt sér stað á Vestfjörðum. Sú uppbygging hefur ýmist verið á markaðslegum forsendum eða unnin í samstarfi við Fjarskiptasjóð. Til að tryggja betra GSM samband á þínum slóðum væri hægt að koma upp sendum á fjarskiptastað við Reykjaneshyrnu (sem er í landi Litlu-Ávíkur ef ég man rétt)  eða með því að nota verslunarhúsnæðið í Norðurfirði. Hitt verður þó að segjast, að ekki eru markaðslegar forsendur fyrir slíkri uppsetningu og því afar ólíklegt að af henni verði - nema þá með aðkomu sveitarfélagsins, Fjarskiptasjóðs og/eða annarra hagsmunaaðilar. 
Vefurinn kann Hrannari kærar þakkir fyrir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • þá er Hrafn búin að taka fystu skóflustúnguna.Guðmundur og Guðbjörg fylgjast með.22-08-08.
  • Sælusker (Selsker)18-04-2008.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 31 janúar 2015.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
Vefumsjón