Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. október 2008 Prenta

Enn er rafmagnslaust í Árneshreppi.

Hús Orkubús Vestfjarða á Hólmavík,mynd Strandir .is
Hús Orkubús Vestfjarða á Hólmavík,mynd Strandir .is

Nú eru viðgerðarmenn frá Orkubúinu á Hólmavík að útbúa sig aftur til að fara upp á Trékyllisheiði og þá norður fyrir björgunarskýlið og í norður til Djúpavíkur,

en áður voru þeyr búnir að fara frá skýlinu og til Bólstaðar í Selárdal.

Í dag var talið að línan væri heil fyrir norðan Djúpavík.

En og aftur er slitið til Drangsnes og nú brotnuðu staurasamstæður,en miklar bilanir hafa verið á Drangsneslínu frá því snemma í morgun.Mikil ísing er á þessum slóðum.

Vefurinn Litlihjalli lætur vita þegar rafmagn kemur á aftur í nótt eða á morgun.

Rafmagn fór af Árneshreppi um kl 10:25 í morgun.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Frá brunanum.
  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
  • Hafís. 13-06-2018
Vefumsjón