Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. desember 2012 Prenta

Enn hvessir og kólnar.

Vindaspá klukkan 12 í dag.
Vindaspá klukkan 12 í dag.
Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var veður verra en klukkan sex í morgun,en veðrið var svona klukkan níu í morgun: NNA 26 m/s eða rok og mesti vindur var 35 m/s eða fárviðri ( 12 gömul vindstig) snjókoma og skyggni 1 km.  Hitinn var kominn niður í 0,4 stig. Og hafði því kólnað um 1,1 gráðu frá því kl. sex. Úrkoman mældist 9,4 mm og stórsjór er. Veður er nú vonandi að ná hámarki hér á þessum slóðum og gæti það verið miðað veðurspár. Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík telur vart að sé farandi út í þetta veður til að lesa af mælum og fleira. Enn er rafmagnslaust,það kom á í smá tíma korter yfir sjö en fór aftur fljótlega,sagt verður frá rafmagnsleysinu meira þegar eitthvað er að frétta af því.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
Vefumsjón