Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. janúar 2020 Prenta

Enn og aftur rafmagntruflanir.

Það þarf að hreinsa spennustöðina í Geiradal.
Það þarf að hreinsa spennustöðina í Geiradal.

Það voru rafmagnstruflanir í Árneshreppi rétt fyrir tólf á hádegi í dag rafmagn fór af í um 4 mínútur. Og svo aftur tvívegis eftir hádegið. Þá fór rafmagn af í um hálf tíma um 18:28og til 19:00.

Það hefur verið og er ísingar og sjávarseltuveður á rafmagnslínur í dag, hiti um 0 stigin eða +1 til -1 stig. Vindur hefur verið í dag á Vestjörðum og Ströndum NA eða A 15 til 32 m/s og talsverð snjókoma seinnipartinn. Búið er að staðfesta að ráðast þarf í hreinsun á tengivirki Landsnets í Geiradal. Undirbúningur er þegar hafinn. 

Rétt áður en hreinsun hefst þarf að gera allt tengivirkið spennulaust og vegna þess verður rafmagnslaust hjá notendum á Króksfjarðarnesi, Gilsfirði, Gufudalssveit og Reykhólasveit á meðan hreinsun stendur yfir. Ekki er hægt að segja á þessari stundu hvenær hreinsun hefst eða hversu langan tíma hún mun taka. Rafmagn hefur verið stöðugt hér í Árneshreppi eftir klukkan 19:00.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Allir fara í kaffi og mat í Bæ hjá Guðbjörgu.
  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
Vefumsjón