Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. júní 2018 Prenta

Eva áfram oddviti Árneshrepps.

Bjarnheiður,Björn,Eva, Guðlaugur og Arinbjörn.
Bjarnheiður,Björn,Eva, Guðlaugur og Arinbjörn.

Í dag hélt ný kosin hreppsnefnd Árneshrepps sinn fyrsta fund á skrifstofu hreppssins á Norðurfirði. Ekki var kosið í nefndir í dag á fyrsta fundi, en hreppsnefndarmenn kusu sín á milli um oddvita og varaoddvita. Eva Sigurbjörnsdóttir er oddviti áfram og varaoddviti Guðlaugur Agnar Ágústsson, ekki var annað tekið fyrir á þessum fyrsta fundi nýrrar hreppsnefdar. Ein hjón eru nú í hreppsnefnd Árneshrepps, það eru þau Bjarnheiður Júlía Fossdal og Björn Torfason á Melum I

Á myndinni eru talið frá vinstri, Bjarnheiður Júlía Fossdal, Björn Torfason, Eva Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Agnar Ágústsson og Arinbjörn Bernhardsson.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
Vefumsjón