Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. nóvember 2009 Prenta

Eyrarrósin 2010 umsóknarfrestur til 16 Nóvember.

Umsóknarfrestur rennur út 16 nóvember 2009.
Umsóknarfrestur rennur út 16 nóvember 2009.
Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem veitt er árlega fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni. Nýverið var auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2010 og er umsóknarfrestur til og með 16. nóvember 2009.Smelltu hér til að opna auglýsinguna. 


Eyrarrósin var fyrst afhent árið 2005 og féll hún þá í skaut Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. Aðrir sem hlotið hafa Eyrarrósina eru Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LungA, Strandagaldur á Hólmavík, hin ísfirska Rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði, Aldrei fór ég suður og Landnámssetrið í Borgarnesi.

Markmið með Eyrarrósinni er að stuðla að fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Fjögurra manna nefnd, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefnir og velur verðlaunahafa.

Umsækjendur geta m.a. verið stofnun, safn, tímabundið verkefni eða menningarhátíð á landsbyggðinni og eru allir sem falla undir þá flokka hvattir til að sækja um. Þrjú verkefni eru valin úr hópi umsækjenda og þau kynnt sérstaklega, en eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina; fjárstyrk að upphæð kr. 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar.

Upphaf Eyrarrósarinnar má rekja til þess að vorið 2004 gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni og stofnuðu við það tilefni til Eyrarrósarinnar. Í febrúar á þessu ári undirrituðu aðstandendur Eyrarrósarinnar samning um áframhaldandi samstarf til næstu þriggja ára.

Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari Eyrarrósarinnar og er viðurkenningin afhent á Bessastöðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
  • Sirrý og Siggi.
Vefumsjón