Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. maí 2012 Prenta

Fé sett út um viku fyrr enn í fyrra.

Ær og lömb eru ánægð að vera komin út.
Ær og lömb eru ánægð að vera komin út.
1 af 2

Sauðburður hófst hér í Árneshreppi um tíunda maí en almennt um fimmtánda. Norðan hret gerði þann 13 sem stóð til 15 og köldu veðri til átjánda,eftir það var hlýnandi veður. Bændur voru ánægðir með að fá hretið þetta snemma en ekki eins og í fyrra þegar hret gerði 20 til 24 og köldu veðri fram til 27. Nú gátu bændur sett fé út um viku fyrr enn í fyrra,enda farið að þrengjast í húsum og farið að líða á seinni hlutann í sauðburðinum. Tún eru nú farin að grænka og taka við sér eftir að smá vætu vottur kom á liðnum dögum,þótt það sé ekki mikil væta,en jörð hefur verið mjög þurr sem af er maí.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Húsið fellt.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
  • Litla-Ávík 10-03-2008.
Vefumsjón