Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. október 2012 Prenta

Fé sótt norður á Strandir á báti.

Farið var á bátnum Gísla ST-23.
Farið var á bátnum Gísla ST-23.
1 af 5

Níu manns fóru í eftirleitir norður á Strandir í morgun. Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni fór með mannskapinn á bátnum sínum Gísla ST-23. Farið var fyrst norður í Drangavík og síðan í Eyvindarfjörð til að athuga hvort fé væri þar. Vitað var um fé í Engjanesi sem er á milli Eyvindarfjarðar og Drangavíkur,farið var með átta menn í land á gúmmíbáti bæði norðan við þar sem féið var og sunnan megin,og var hægt að reka það í mjóa klettagjá ekki langt frá sjó. Leitarmenn voru svo hugulsamir að vera með grindur með sér þannig að hægt var að loka gjánni og halda féinu þar á meðan verið var að selflytja féið á gúmmíbátnum fram í Gísla ST-23 sem var þar fyrir utan. Það þurfti að fara margar ferðir á milli lands og báts bæði með fé og mannskap. Alls náðust þarna 12 stykki,átta lömb og fjórar ær,Árnesbændur áttu þetta fé. Síðan tók Gulli á Gísla ST-23 stefnuna yfir Ófeigsfjarðarflóann og fyrir Veturmýrarnes og inn á Norðurfjörð,þar sem lömb og rollur voru hífðar uppá bryggju og settar á vagn og keyrðar heim í Árnes 2.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Húsið fellt.
  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
Vefumsjón