Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. nóvember 2011 Prenta

Fé tekið inn seinna en í fyrra.

Sigursteinn Sveinbjörnsson við rúning.Úr myndasafni.
Sigursteinn Sveinbjörnsson við rúning.Úr myndasafni.

Bændur hafa nú verið að taka fé inn á hús til að rýja og um leið er féið komið á fulla gjöf. Bændur voru búnir að hísa og klippa ásetningslömb og hrúta nokkuð fyrr.

Fé er nú tekið seinna inn en venjulega vegna góðrar tíðar að undanförnu. Öll ull fer til Ístex og nú um síðustu mánaðamót hækkaði ullarverð um 5,1% frá fyrra ári. En gengið var frá samningi þess efnis á milli Ístex og Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtakanna,og gildir verðið frá og með 1. nóvember í ár og til októberloka 2012.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
Vefumsjón