Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. mars 2010 Prenta

Félag Árneshreppsbúa 70 ára.

Trékyllisvík.Mynd Jóhann KR.
Trékyllisvík.Mynd Jóhann KR.
1 af 2

Félag Árneshreppsbúa fagnar sjötíu ára afmæli.

Félag Árneshreppsbúa var stofnað í Oddfellow húsinu í Reykjavík tíunda apríl árið 1940.

Í fyrstu stjórn félagsins voru þeir Ólafur A Guðmundsson frá Eyri í Ingólfsfirði,og var hann kosinn formaður.

Símon Ágústsson frá Kjós við Reykjarfjörð var kosinn ritari félagsins og Jón Guðlaugsson frá Steinstúni var kosin gjaldkeri.

Á stofnfundinn 1940 mættu 23 einstaklingar.Síðan hefur félagið blómstrað og telja félagsmenn nú tæplega þúsund manns.

Núverandi stjórn Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík skipa þau Kristmundur Kristmundsson sem er formaður,Sigríður Halla Lýðsdóttir,gjaldkeri og Ívar Benediktsson sem er ritari.

Meðstjórnendur og varamenn eru Hrönn Valdimarsdóttir,Guðrún Gunnsteinsdóttir,Þorgeir Benediktsson,Böðvar Guðmundsson og Guðbrandur Torfason.

Félagið hefur styrkt mörg góð málefni sem tengjast heimabyggðinni í Árneshreppi.

Á laugardaginn 20 mars næstkomandi verður haldin afmælishátíð í Hótel Sögu,og verður hún hin veglegasta.

Miðasalan á afmælishátíðina verður á sunnudaginn 7.mars í aðalinngangi Hótels Sögu á milli klukkan 14:00 og 16:00,og verður miðasalan og hátíðarhlaðborðið kynnt hér á vefnum nánar síðar.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
Vefumsjón