Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. janúar 2011 Prenta

Félagsmálastjóri á Ströndum og Reykhólum.

Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir hefur verið ráðin félagsmálastjóri á Ströndum og Reykhólahreppi. Hildur er með sálfræðimenntun frá Háskólanum í Utrecht í Hollandi og Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur Mastersgráðu í viðskiptastjórnun (MBA próf)  frá Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur hún lokið diplomanámi í stjórnendamarkþjálfun eða Coaching frá Háskólanum í Reykjavík.

Hildur Jakobína hefur undanfarin ár gegnt starfi forstöðumanns Fjölskyldudeildar Félagsþjónustunnar í Kópavogi en áður starfaði hún m.a. sem ráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Hildur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum m.a. á vegum Kópavogsbæjar. Hildur Jakobína er einnig stofnandi og ráðgjafi samtakanna ,,Litlir englar" sem eru samtök  fyrir fólk sem misst hefur börn sín í móðurkviði eða rétt eftir fæðingu og þeirra sem binda þurfa endi á meðgöngu vegna alvarlegs litningargalla.

Hildur mun hefja störf á næstunni. Nánari dagsetning verður gefin út síðar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
  • Kaupfélagið í Norðurfirði:07-02-2009.
  • Litla-Ávík 10-03-2008.
  • Múlakot í Krossneslandi.
Vefumsjón