Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. febrúar 2017 Prenta

Ferð Finnbogastaðaskóla á Drangsnes.

Í heitu pottunum á Drangsnesi.
Í heitu pottunum á Drangsnesi.
1 af 2

Frítt föruneyti lagði land undir fót frá Finnbogastaðaskóla föstudaginn 17. febrúar og var stefnan tekin til Drangsnes. Föruneytið samanstóð af fjórum börnum og þremum fullorðnum, sem öll voru að fara í heimsókn til Grunnskólans í Drangsnesi. Börnin þar voru með opið hús þar sem þau fögnuðu miðannarlokum í skólanum, sýndu afrakstur þeirra af þemavinnu og fóru með vorljóð fyrir gesti. Þau höfðu meðal annars smíðað líkan af neðri bænum og voru með hugmyndir um hvernig væri hægt að nýta betur svokallaða gámavelli. Krakkarnir okkar skoðuðu allt í skólanum, tóku myndir og viðtal við nemanda og að loknum skóladegi skelltu þau sér í pottana fyrir framan skólann. Mjög skemmtileg og fræðandi ferð.

Ferðasöguna tók Selma Kaldalóns kennari við Finnbogastaðaskóla saman fyrir Litlahjalla og myndir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Allt sett í stóra holu.
  • Ægir Thorarensen kemur á Agnesi Guðríði ÍS-800.
  • Ís í Ávíkinni Stóra-Ávík og Árnesfjall í baksýn.
  • Árnesstapar-Reyjkjaneshyrna í bakýn. 20-01-2017.
Vefumsjón