Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. maí 2013 Prenta

Ferming í Árneskirkju.

Brynjar Ingi Óðinsson.
Brynjar Ingi Óðinsson.
Einn drengur fermist frá Árneskirkju laugardaginn 18. maí klukkan 14:00.,og er það Brynjar Ingi Óðinsson. Fermingin fer fram í Árneskirkju hinni nýju og sóknarpresturinn séra Sigríður Óladóttir fermir. Foreldrar Brynjars eru Steinunn Jónatansdóttir og Óðinn Steinsson,og eru þau frá Vestmannaeyjum. Steinunn hefur verið kennari við Finnbogastaðaskóla skólaárið 2012 til 2013,hún er einnig hjúkrunarfræðingur að mennt og vann áður á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Þess má einnig geta að Steinunn á ættir að rekja til Árneshrepps. Óðinn hefur verið stundakennari við skólann og kennt smíðar og íþróttir,en hann er viðskiptafræðingur að mennt. Þau hjón eiga tvo aðra stráka Rúnar Kristinn 16 ára og yngsti drengurinn er Jónatan Árni 8 ára sem hefur verið í skólanum á Finnbogastöðum þetta skólaár. Einnig komu þau hjón með tvo hunda með sér í vistina hér í Árneshrepp sem eru miklir vinir barnanna og þeirra fullorðnu,og ekki síður skólabarnanna allra,það er tíkin Fríða og smáhundurinn Rex sem var skírður eftir frægri samnefndri austurískri lögreglumynd sem gekk lengi á RÚV.

Þessi frábæra fjölskylda er nú að hverfa frá störfum við Finnbogastaðaskóla og fara á heimslóðir aftur eftir skólaárið,"En að sögn Óðins og Steinunnar hefur þetta verið frábært að vera hér í þessari fallegu sveit,þótt veðrið hafi ekki leikið við okkur beint þennan vetur sem við höfum verið hér,og vetrarveður oft ríkt með tilheyrandi hvassviðrum  sem við erum ekki óvön úr eyjum,segja þau Steinunn og Óðinn;. Allir Árneshreppsbúar vilja senda þeim hjónum og fjölskyldu bestu þakkir fyrir góð kynni og óskar þeim heilla í náinni framtíð.

Steinunn og Óðinn vilja taka fram að fermingarveisla verður í Félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík að athöfn lokinni í kirkjunni,og eru allir velkomnir í fermingarveisluna.

Til fermingarbarnsins:

Lífsins faðir, ljóssins herra

leiði þig um gæfu stig.

Vonin sanna, vortíð blíða,

vefji kærleiks örmum þig.

E B Gíslason.(1910-1971)

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Ísjakinn 28-09-2017.
  • Víganes:Í október 2010.
  • Húsið fellt.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Vefumsjón