Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. júní 2014 Prenta

Fíkniefnahundurinn Tindur stendur sig vel.

Fíkniefnahundurinn Tindur hefur staðið sig vel að sögn lögreglu.
Fíkniefnahundurinn Tindur hefur staðið sig vel að sögn lögreglu.

Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Vestfjörðum hefur staðið sig vel frá því að hann kom vestur í apríl á þessu ári. Hundurinn sem heitir Tindur hefur þannig átt stóran þátt í að lögreglumenn hafa fundið og lagt hald á ólögleg fíkniefni. Í fyrra dag fann hundurinn talsvert magn af hvítu efni sem talið er vera amfetamín en efnin höfðu verið falin vandlega í vélarhluta bifreiðar sem lögreglumenn stöðvuðu á Ísafirði við almennt eftirlit. Það sem af er ári hefur lögreglan á Vestfjörðum lagt hald á tæp 130 grömm af ólöglegum fíkniefnum. Lögreglan á Vestfjörðum hefur kært  27 ökumenn  fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna það sem af er þessu ári. Það er sami fjöldi og í fyrra. 

Þeir sem meðhöndla fíkniefni í umdæminu mega búast við afskiptum lögreglu en með tilkomu fíkniefnaleitarhunds hefur eftirlit verið hert til muna.

Lögreglan hvetur alla þá sem búa yfir vitneskju um fíkniefniumsýslu að hafa samband,annað hvort beint í síma lögreglunnar á Vestfjörðum,sem er 450 3730,eða í upplýsingasíma lögreglu,sem er 800 5005. Fullri nafnleynd er heitið þeim er upplýsingar veitir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Húsið fellt.
Vefumsjón