Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. janúar 2017 Prenta

Finnbogastaðaskóli.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.

Miklar breytingar urðu við Finnbogastaðaskóla síðastliðið haust og um áramót, þegar allt starfsfólk skólans hætti. Elísa Ösp Valgeirsdóttir hætti sem skólastjóri í lok október, en hún var búin að vera skólastjóri frá árinu 2010. Einnig hætti Vígdís Grímsdóttir sem kennari, hún var búin að vera kennari við skólann frá 2012. Þá hætti Hrefna Þorvaldsdóttir sem matráður um áramótin, en hún var búin að vera matráður við skólann í um 25 ár meira og minna.

Í haust tók Helga Garðarsdóttir við sem skólastjóri og nýr kennari við skólann er Selma Kaldalóns og maður hennar Björn A Guðbjörnsson, og er hann matráður við skólann. Selma og Björn komu með tvö börn sem eru á skólaskyldum aldri. Nú eru sex börn við skólann. Allt þetta nýja starfsfólk kemur af höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2021 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
  • Rafmagnstafla komin upp.12-12-2008.
  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
Vefumsjón