Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. mars 2011 Prenta

Finnbogastaðaskóli fámennastur.

Finnbogastaðaskóli er eini skólinn með færri en tíu nemendur.
Finnbogastaðaskóli er eini skólinn með færri en tíu nemendur.
Fram kemur í tölum frá Hagstofu Íslands að Finnbogastaðaskóli sé langfámennasti skóli landsins og eini skólinn á landinu sem er með færri en tíu nemendur,en þar eru fjórir nemendur en nemendum þar hefur samt fjölgað um helming síðastliðin tvö ár. Fjölmennasti grunnskóli landsins er Álfhólsskóli í Kópavogi sem varð til með sameiningu Digranesskóla og Hjallaskóla. Þar eru nú 732 nemendur.Einnig kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar, að alls starfa 172 grunnskólar á landinu, þremur skólum færra en í fyrra. Grunnskólum fer fækkandi vegna sameiningar og hefur fækkað um 24 skóla frá árinu 1998.

Á vef Hagstofu Íslands má sjá ýmislegt um fjölda starfsmanna í skólum landsins og nemendur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
  • Lokað þak inni.12-11-08.
  • Naustvík 10-09-2007.
  • Slegið upp fyrir grunni.04-09-08.
Vefumsjón