Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. desember 2017 Prenta

Fjör í fjárhúsum bænda.

Þá er þessi búin að fá það.
Þá er þessi búin að fá það.
1 af 2

Nú er fengitíminn byrjaður hjá bændum, en svo kallast sá tími þegar bændur hleypa hrútum í fé sitt. Eitthvað er misjafnt hvenær bændur byrjuðu að hleypa til hér í Árneshreppi, en svona yfirleitt rétt fyrir tuttugusta desember. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík byrjaði þann tuttugasta desember, og gekk þá bara talsvert. Miðað við að rollur hafi fengið tuttugusta þá ættu þær rollur að vera á tali um níunda maí í vor, auðvitað hefur fé eitthvað yfir. Ljósmyndari litlahjalla fór í fjárhúsin hjá Sigursteini og reyndi að ná einhverjum myndum af fjörinu. Náði mynd af hrút uppá rollu, og ef vel er skoðað sést pungur og tippi, hvort má birta slíka mynd með fréttinni, út af því hvort hún verði talin klámmynd og eða þessu tali öllu um kinferðislegt ofbeld, veit fréttamaður ekki en, lét bara vaða og birti myndina með fréttinni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
  • Íshrafl við Selsker,séð frá Litlu-Ávík.22-08-2009.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Borgarísjaki ca 20 km frá landi 14-09-2001.
Vefumsjón