Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. júní 2010 Prenta

Fjórhjólafólk á ferð.

Hópurinn á hlaðinu í Litlu-Ávík.Sæluskersviti í baksýn.
Hópurinn á hlaðinu í Litlu-Ávík.Sæluskersviti í baksýn.
1 af 2
Um síðustu helgi var hópur fólks á ferð í Árneshreppi á 12 til 13 fjórhjólum frá Akstursíþróttafélagi Suðurnesja.

Þetta var bara smáhluti félaganna sem voru á ferð hér um Strandir.

Félagarnir fóru víða um Árneshrepp,svo sem norður í Ingólfsfjörð og í Ófeigsfjörð og að Hvalá,einnig að Munaðarnesi en þar sést vel til Drangaskarða.

Sundlaugin á Krossnesi var vinsæl hjá ferðalöngunum og þótti sniðugt að geta verið í sundi alveg í fjörunni  við sjóinn,eða fara í heita pottinn.

Einnig kom hópurinn til Litlu-Ávíkur til að skoða sögunargræjurnar hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda,og sjá hvað unnið væri úr rekaviðnum.

Hópurinn hélt til í gistingunni í Finnbogastaðaskóla,en nýbúið er að opna þar fyrir gistiaðstöðu eins og venjulega yfir sumarið.

Á Sunnudag var haldið til Hólmavíkur og síðan var förinni haldið suður.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
Vefumsjón