Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. október 2014 Prenta

Flogið aftur tvisvar í viku.

Flugvél Mýflugs sem er í leiguflugi fyrir Ernir.
Flugvél Mýflugs sem er í leiguflugi fyrir Ernir.
1 af 2

Þann 2.október átti að byrja að fljúga aftur á fimmtudögum á Gjögur. Enn það tókst nú ekki fyrr enn þann 8.vegna veðurs og vélabilana. Ekkert hefur verið flogið á fimmtudögum í sumar eða í fjóra mánuði. Flogið var á lítilli flugvél í sumar sem gat ekki flogið í blindflugi,og oft gekk það ílla þegar dimmviðri voru og lágskýjað var,eins og oft var í sumar. Nú er flogið á stærri flugvél sem getur flogið í blindflugi,en Ernir eru með leiguflugvél frá Mýflugi til að sinna áætlunarflugi til Gjögurs. Nú á póstur að koma aftur á fimmtudögum með flugi í stað þess að koma með flutningabílnum á miðvikudögum eins og í sumar. Póstur kom með flugi á mánudögum í sumar,þegar tókst að fljúga. Flutningabíllinn frá Strandafrakt er einnig með áætlun áfram á miðvikudögum til Norðurfjarðar út þennan mánuð. Þannig að það verður bæði flug og flutningabíll út þennan mánuð.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Seð yfir Trékyllisvík Litla-Ávík næst.
  • Inni lokað loftrúm.12-11-08.
  • Hræran losuð.06-09-08.
  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
Vefumsjón