Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. mars 2008
Prenta
Flogið var á Gjögur í dag.
Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur nú seinni partin í stað morgundagsins fimmtudags,því það náðist í farþega sem áttu flugfar pantað og voru tilbúnir að fara um þrjú leitið í dag.Mjög ílla lítur út með flug á morgun spáð er Norðan hvassviðri eða stormi með snjókomu,síðan er sæmileg spá yfir páskahátíðina.
Farþegar komust með fluginu í dag sem koma í frí til síns heima yfir hátíðirnar,einnig síðustu vörur og póstur fyrir páska.
Þetta er þjónusta sem Árneshreppsbúar kunna að meta.
Næsta flug er annan í páskum.
Farþegar komust með fluginu í dag sem koma í frí til síns heima yfir hátíðirnar,einnig síðustu vörur og póstur fyrir páska.
Þetta er þjónusta sem Árneshreppsbúar kunna að meta.
Næsta flug er annan í páskum.