Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. apríl 2017 Prenta

Flug tókst á Gjögur.

Ein af vélum Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein af vélum Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélaginu Ernum tókst að fljúga til Gjögurs í dag um eitt leitið. Flug til Bíldudals og Gjögurs var sameinað, og fór vélin fyrst á Bíldudal og síðan á Gjögur. Það er óhætt að segja að þetta flug hafi rétt sloppið, því á meðan að verið var að afhlaða vélina fór að snjóa og talsverð snjókoma komin þegar flugvélin fór í loftið aftur. Og nú er bullandi snjókoma í hægum vindi, svona hundslappadrífa, aðeins snjóaði fyrir hádegið, en núna talsverð rétt fyrir fjögur. Þetta gæti breyst í slyddu í kvöld. En nú virðist vetur konungur vera komin þegar á að fara að vora. Enn þetta er ekkert óvanalegt hér á Ströndum. Síðast var flogið til Gjögurs þriðjudaginn 28 mars, alltaf ófært vegna veðurs.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Litla-Ávík 10-03-2008.
  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
Vefumsjón