Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. mars 2009
Prenta
Flugi aflýst á Gjögur.
Flugi hefur verið aflýst á Gjögur í dag vegna óveðurs.
Mikil snjókoma hefur verið frá því á föstudag þótt versta veðrið hafi verið í gær og í dag.
Mikil ófærð er nú í hreppnum og allt kolófært.
Athugað verður með flug á morgun.