Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. desember 2008 Prenta

Frá Almannvarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Myndasafn.
Myndasafn.

Slæm veðurspá.
Veðurstofa Íslands spáir slæmu veðri seinni hluta dagsins með snörpum vindhviðum fram eftir kvöldi. Búast má við að vindur færist í aukana upp úr klukkan 15 í Vestmannaeyjum og færist svo hratt suðvestur og vestur yfir landið með mikilli úrkomu, fyrst rigningu og síðar snjókomu. Það má búast við snörpum vindhviðum á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu,  á öllu Snæfellsnesi , Vestfjörðum og Norðvesturlandi.

Í kjölfarið mun kólna snögglega og mikil hálka verður á Suður- og Vesturlandi  með mikilli ísingu og roki og eru vegfarendur því  hvattir til að fylgjast með veðri á www.vedur.is  eða www.belgingur.is  og færð á vegum www.vegagerdin.is áður en lagt er af stað og fara varlega.

Þar sem búast má við snörpum vindhviðum  og úrkomu eru húseigendur og verktakar á þessum stöðum beðnir að huga að lausamunum og hreinsa frá niðurföllum.  Stórstreymt verður milli 17 og 19 við suðvestanvert landið og eru eigendur báta þar hvattir til að festa þá vel.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Hvalvík 13-03-2005.
  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
Vefumsjón