Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. október 2019 Prenta

Frá flugslysæfingunni.

Björgunaraðgerðir hefjast.
Björgunaraðgerðir hefjast.
1 af 11

Á fimmtudaginn 17 klukkan 10.00 var boðunarprófun, vegna flugslyss á Gjögurflugvelli. Allir sem eru á boðunarlista vegna flugslyss á Gjögurflugvelli áttu að fá tilkynningu í GSM síma.

Á föstudaginn 18 var uppsetning vettfangs á flugvellinum. Einnig var skyndihjálparfræðsla og notkun hjartastuðtækja, smávegis bóklegt en aðallega verklegt, sem var í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Síðan var farið yfir almennt um flugslysaæfinguna.

Á laugardaginn 19 var í félagsheimilinu Eldvarnir og slökkvitækjanotkun fyrir heimili, bæði bókleg og verkleg kennsla. Síðan var förðun leikara sem taka þátt í flugslysaæfingunni. Síðan byrjaði flugslysaæfingin sjálf uppúr klukkan 13.00. Þar átti að hafa slasast sex manns, misjafnlega slasað fólk eftir flugslys. Einnig var æfing í að slökkva elda sæm kveiktir höfðu verið. Að sögn verkefnastjórans Elvu Tryggvadóttur gekk flugslysaæfingin vel.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Hræran losuð.06-09-08.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Árneskirkja sú yngri:20-06-2010.
Vefumsjón