Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. október 2012 Prenta

Frá símaviðgerðum í dag.

Fjórir vasklegir menn Símans við nýjan móttökuskerm sem settur var upp í dag í Ávíkurstöð.
Fjórir vasklegir menn Símans við nýjan móttökuskerm sem settur var upp í dag í Ávíkurstöð.
Eins og fram kom hér á vefnum í morgun voru símamenn að vinna við Ávíkurstöðina í Reykjanesshyrnu sem er fjarskiptastöðin fyrir Símann í Árneshreppi. Einhverjar truflanir voru í dag á síma og netsambandi en minna en símaviðgerðarmenn áttu von á,enda voru þetta fjórir vaskir sveinar frá Símanum við vinnu. Sett var upp nýr skermir fyrir móttöku í Ávíkurstöð sem tekur á móti endurvarpi frá Hnjúkum sem er rétt við Blönduós,þannig að nú eru móttökuskermarnir tveir. Strákarnir frá Símanum fóru að spauga í fréttamanni Litlahjalla og sögðu,hverslags netfíklar við í Árneshreppi værum eiginlega og letjum allt kerfi Símans úr skorðum,og það væri von að þyrfti að halda námskeið fyrir netfíkla á svæðinu,þar voru þeyr að vísa í frétt sem var hér á vefnum,þar sem haldinn var fyrirlestur á Hólmavík í gærkvöldi fyrir netfíkla. Án svo alls gríns verður haldið áfram að laga kerfið hingað við Árneshrepp ef þessi aðgerð hefur ekki dugað segja strákarnir á tæknideild Símans.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
  • Hafís á Norðurfirði og Norðurfjarðabæjirnir sjást.
Vefumsjón