Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. júlí 2008 Prenta

Frábært skemmtikvöld á Kaffi Norðurfirði í gærkvöld

Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
1 af 3
 

Það tókst frábærlega vel skemmtikvöldið á Kaffi Norðurfirði í gærkvöld,en þar tróðu upp þrýr góðir einstaklingar ættaðir úr Árneshreppi og burtfluttir þegnar Árneshrepps.

Fyrst skal nefna Hilmar Hjartarson frá Steinstúni sem spilaði á harmóníku mörg af þessum góðu gömlu harmóníku danslögum.

Hilmar er í Félagi Harmóníkuunnenda í Reykjavík.

 

Síðan bættist Gísli Baldvin Gunnsteinsson í hópin en hann spilaði á gítar og söng nokkur lög og Hilmar spilaði með á nikkuna,Gísli sem er góð eftirherma söng eitt lag með rödd Árna Johnsen við frábæran fögnuð gesta.

 

Þá kemur að leynigestinum sem gestir biðu óþreyjufullir eftir,en hún var engin önnur en Ingibjörg Ágústsdóttir frá Steinstúni,en hún er nú á Akureyri og er ensku kennari við menntaskólann þar.

Ingibjörg söng tvö lög við harmóníku undirspil Hilmars.

 

Öll voru klöppuð upp aftur og aftur.

Allt þetta fólk sem var með skemmtiatriðin í gærkvöld er ættað frá Steinstúni hér í sveit.

Fullt var út úr dyrum á Kaffi Norðurfirði í gærkvöld.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
  • Krossnes-20-10-2001.
Vefumsjón