Fleiri fréttir

| laugardagurinn 21. júní 2008 Prenta

Frækinn sigur Helga og frábær árangur heimamanna

Halldór Blöndal tefldi á Pálsmótinu. Hér ræðir hann málin við Jón Guðbjörn. Milli þeirra er Guðmundur í Ávík að hugsa næsta leik.
Halldór Blöndal tefldi á Pálsmótinu. Hér ræðir hann málin við Jón Guðbjörn. Milli þeirra er Guðmundur í Ávík að hugsa næsta leik.
Helgi Ólafsson stórmeistari vann frækinn sigur á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík, sem lauk síðdegis á laugardag. Helgi fékk 8 vinninga í 9 skákum og var í forystu allan tímann. Næstur varð Björn Þorfinnsson, forseti Skáksambands Íslands, með 7 vinninga.

Mótið í gömlu síldarverksmiðjunni heppnaðist frábærlega. Keppendur voru alls 53 og komu úr öllum áttum. Heimamenn áttu vaska sveit, og vann Björn Torfason á Melum tvöfaldan sigur, var efstur Strandamanna og stigalausra skákmanna. Ingólfur í Árnesi hreppti annað sætið í báðum flokkum.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir varð efst kvenna, en gaf verðlaunafé sitt, 15 þúsund krónur, í söfnun til uppbyggingar Finnbogastaða eftir brunann mikla. Aðrir sigurvegarar létu heldur ekki sitt eftir liggja.

Helgi Ólafsson fékk 100 þúsund krónur í verðlaun fyrir sigurinn og glæsilega skál úr rekaviði eftir Valgeir Benediktsson í Árnesi.

 

Á morgun, sunnudag, verður hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði, nýju kaffihúsi Árneshrepps sem opnaði á þjóðhátíðardaginn. Mótið hefst kl. 12 og er öllum opið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jakabrot við Árnesey 19-08-2004.
  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
Vefumsjón