Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. febrúar 2008 Prenta

Fréttaritari RÚV tæknivæðist.

Kristín S Einarsdóttir Mynd Strandir.is
Kristín S Einarsdóttir Mynd Strandir.is
Ríkisútvarpið hefur nú aukið fréttaþjónustu sína á Ströndum og tæknivætt fréttaritara sinn á Hólmavík Kristínu Sigurrósu Einarsdóttur með svokölluðu nagra-upptökutæki sem nýtist við viðtöl á vettfangi.Fréttirnar eru síðan klipptar á staðnum og sendar vestur á Ísafjörð eða suður til Reykjavíkur eftir því sem við á.
Þessi tæknivæðing er mikil breyting til bóta,og munar miklu að geta farið út á vettvang og tekið viðtöl,í stað þeirra vikulega pistla sem hafa verið aðalfréttaefnið frá Ströndum síðan fréttaritari tók til starfa í júní í fyrra.
Ekki spillir að öll svona verkefni eru atvinnuskapandi á svæðinu.
Efnið er síðan klippt í tölvu og sent inn á ftp server Ríkisúpvarpssins.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir gefur einnig út eina prentaða fréttamiðil á Ströndum Gagnveg sem stofnað var 24 ágúst 2007.
Þessi frétt er úr blaði Kristínar Gagnvegi 9 tbl 2 árg.28 febrúar 2007.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Pétur og Össur.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón