Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. febrúar 2009 Prenta

Fréttatilkynning frá VG.

Kjördæmisráðsþing Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi haldið  sunnudaginn 22. febrúar, samþykkti að fram skyldi fara leiðbeinandi forval vegna kosninga til Alþingis 25. apríl næstkomandi.

 

Kjörstjórn VG í Norðvesturkjördæmi auglýsir hér með eftir fólki, sem vill gefa kost á sér til setu á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.

 

Frestur til að skila inn framboði er til kl: 17.00, föstudaginn 27. febrúar. Framboðum skal skilað til formanns kjörstjórnar, Gísla Árnasonar, s. 895 4408 eða gisli@fnv.is

 

Allir, sem vilja vinna stefnumálum VG brautargengi, eru hvattir til að gefa kost á sér

 

Kosningarétt hafa allir skráðir félagsmenn VG í Norðvesturkjördæmi 27. febrúar, en kjörskrá verður lokað þann dag  kl. 17.00

Viðhöfð verður póstkosning og kynningarefni um frambjóðendur ásamt atkvæðaseðli verður sent félagsmönnum VG í Norðvesturkjördæmi er kosningarétt hafa.

 

Kjörstjórn VG í Norðvesturkjördæmi 

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Súlan sem er 18,5 m löng komin á flot.
  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Hilmar Hjartarson tók á móti gestum með harmonikkuleik.
Vefumsjón