Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. júní 2014 Prenta

Furðuleikar á Ströndum.

Frá kvennahlaupi 2012.
Frá kvennahlaupi 2012.
1 af 2

Fréttatilkynning frá Sauðfjársetrinu:
Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika sunnudaginn 29. júní og hefjast þeir kl. 13:00. Leikarnir fara fram á Sævangsvelli við Steingrímsfjörð og eru lokapunkturinn á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík, en þetta er í ellefta skipti sem Furðuleikarnir fara fram. Á Furðuleikum er keppt í ýmsum skringilegum íþróttagreinum sem eiga það sameiginlegt að vera afbragðs skemmtun og hafa ekki hafa hlotið viðurkenningu Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Meðal þess sem fólk getur prófað á Furðuleikum er t.d. öskurkeppni, kvennahlaupi (þar sem karlarnir hlaupa um þrautabraut með konur sínar á bakinu), ruslatínsla, girðingastaurakast, farsímakast og fleira. Þá má einnig nefna sýningargreinina trjónufótbolta sem hefur notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár.


Í kaffistofu Sauðfjársetursins verður geysilega veglegt hlaðborð á boðstólum að vanda. Sögusýningin Sauðfé í sögu þjóðar sem er fastasýning Sauðfjársetursins verður opin að vanda, einnig eru sýning á listasviðinu sem ber yfirskriftina Álagablettir, í kaffistofunni er sýningin Allt á kafi - snjóaveturinn 1995 og í sérsýningarherbergi safnsins er sýningin Hagleiksmaðurinn Þorsteinn Magnússon. Aðgangur að öllum sýningum er ókeypis í tilefni dagsins og sama gildir um furðuleikana sjálfa.

 

Alls engar kröfur eru gerðar til keppenda um færni, þol eða fyrri reynslu í íþróttum og yfirleitt er lítið um verðlaun önnur en  heiðurinn af því að sigra í keppnisgreinum og ánægjan af því að taka þátt. Þó er að venju farsími í verðlaun í farsímakastinu og er það glæsilegur snjallsími, Samsung Galaxy Ace3, sem Síminn gefur. Skráning í keppnisgreinar fer fram á staðnum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Júní »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Úr myndasafni

  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
  • Þórólfur vinnur við að setja rafmagnsdósir og rör.04-04-2009.
  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
Vefumsjón