Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. október 2004
Prenta
Fyrsta flug Landsflugs á Gjögur.
Ekki var hægt að fljúga vegna veðurs í gær enn í dag var flogið á Gjögur og þá hið nýja flugfélag Landsflug sem tók við rekstri Íslandsflugs innanlands um síðustu mánaðarmót.Lítið er um flutning á þessum tíma árs enn eykst mikið um næstu mánaðarmót þegar flutningabíll hættir ferðum á Norðurfjörð í lok október.
Íslandsflug hefur flogið á Gjögur og þar með þjónað Árneshreppsbúum í um fjórtán ár og vonandi heldur slík þjónusta áfram hjá hinu nýja félagi.
Flogið verður á Gjögur eins og verið hefur á mánudögum og fimmtudögum.
Íslandsflug hefur flogið á Gjögur og þar með þjónað Árneshreppsbúum í um fjórtán ár og vonandi heldur slík þjónusta áfram hjá hinu nýja félagi.
Flogið verður á Gjögur eins og verið hefur á mánudögum og fimmtudögum.