Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. janúar 2010 Prenta

Fyrsti saumaklúbbur ársins.

Konur við handavinnu.Mynd Jón G G.
Konur við handavinnu.Mynd Jón G G.
1 af 2
Í gærkvöldi var fyrsti saumaklúbbur vetrarins haldinn í Árneshreppi.

Nú riðu þau á vaðið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga við Norðurfjörð.

Saumaklúbbarnir í Árneshreppi eru sérstakir að því leyti að karlmönnum er boðin þátttaka einnig,og taka í spil,annað hvort bridds eða félagsvist,eða jafnvel tekin skák ef þannig stendur á fjölda við spilin.

Þá eru konur við sauma eða aðra handavinnu.

Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast til margra áratuga og hafa vakið talsverða umfjöllun fjölmiðla á landsvísu.

Allir sem geta komist að heiman taka þátt ungir sem aldnir.

Klúbbarnir hefjast yfirleitt í janúar og standa fram á vor,og eru yfirleitt haldnir á tveggja vikna fresti,en annars fer það líka eftir veðri og færð.

Þetta er eitt af því fáa sem gert er hér í þessari fámennu sveit til að koma saman.

Alltaf eru veisluborð hjá þeim konum sem halda saumaklúbbana í lok samkomunnar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Einingarnar hífðar úr gámunum.14-10-08.
  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
  • Úr sal.
Vefumsjón