Fyrsti saumaklúbbur ársins.
Nú riðu þau á vaðið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga við Norðurfjörð.
Saumaklúbbarnir í Árneshreppi eru sérstakir að því leyti að karlmönnum er boðin þátttaka einnig,og taka í spil,annað hvort bridds eða félagsvist,eða jafnvel tekin skák ef þannig stendur á fjölda við spilin.
Þá eru konur við sauma eða aðra handavinnu.
Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast til margra áratuga og hafa vakið talsverða umfjöllun fjölmiðla á landsvísu.
Allir sem geta komist að heiman taka þátt ungir sem aldnir.
Klúbbarnir hefjast yfirleitt í janúar og standa fram á vor,og eru yfirleitt haldnir á tveggja vikna fresti,en annars fer það líka eftir veðri og færð.
Þetta er eitt af því fáa sem gert er hér í þessari fámennu sveit til að koma saman.
Alltaf eru veisluborð hjá þeim konum sem halda saumaklúbbana í lok samkomunnar.