Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. september 2011 Prenta

Fyrsti snjór í fjöllum.

Séð til Norðurfjarðar og Krossness um 16:30 í gær þegar stytti upp.
Séð til Norðurfjarðar og Krossness um 16:30 í gær þegar stytti upp.
Í gær kólnaði aldeilis á Ströndum og víðar á norðurlandi þegar fyrsta alvöru kuldalægðin kom að norðaustanverðu landinu.

Strax í gær um hádegið voru fjöll orðin flekkótt niðrí allt að hundrað metra því á tímabili var flekkótt á svonefndu Reiðholti (þar sem fjarskiptastöð Símans er í Litlu-Ávíkurlandi við Reykjaneshyrnu). Klukkan 12:00 var hitinn komin niðrí 2,6 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og vindur NNV 10 m/s og talsverð slydda.(á Gjögurflugvelli 2,7 stig).Síðan kólnaði áfram talsvert því hiti á Sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli var 1,7 stig kl.14:00.Eftir það fór hitinn að skríða uppávið aðeins aftur og var hitinn komin rétt yfir 3 stig kl 18:00  á stöðinni í Litlu-Ávík og Gjögurflugvelli litlu minni.Um hálf fimm í gær stytti upp og engin úrkoma var í nótt,en úrkoman í gærdag frá 09:00 til 18:00 var 10,3 mm.

Sjáið fleiri myndir á Yfirlit yfir veðrið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Náð í einn flotann.
Vefumsjón