Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. júlí 2014 Prenta

Gengur illa með heyskap.

Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík sló um 5.hektara 9.júlí. Það hey liggur enn.
Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík sló um 5.hektara 9.júlí. Það hey liggur enn.

Það gengur illa með heyskap hjá bændum í Árneshreppi. Eins og allir vita var mikil vætutíð í byrjun þessa mánaðar og alltaf einhver úrkoma á hverjum degi og eða þokuloft. Bændur ætluðu að byrja heyskap að fullu nú í byrjun mánaðar,því gras er úr sér sprottið og farið að falla,nokkrir slógu smávegis í síðustu viku,og sumir náðu hálfblautu heyi í rúllur. Sem dæmi má nefna að Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík,sló um fimm hektara á miðvikudaginn 9.júlí,og það hey liggur enn. Það lítur helst út fyrir að eitthvað rætist úr með þurrt veður um næstkomandi helgi. Kannski verður að fara eftir almanakinu,en samkvæmt því byrja heyannir 27.júlí.

Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er úrkoman orðin sem af er mánuði 102,1 mm,en allan júlí í fyrra 65,2 mm. Þetta er orðið mesta úrkomu sem mælst hefur í júlí á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Mesta úrkoma sem mælst hefur þar í júlí var árið 2003 97,4 mm.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
Vefumsjón