Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. september 2008
Prenta
Gert við smábátabryggjuna.
Nú í þessari viku var hafist handa við að gera við smábátabryggjuna á Norðurfirði.
Hrunið hafði úr hluta bryggjuþils alveg niður fyrir sjólínu.
Soðnir eru saman stálbitar og klætt á þá og þeim slakað niður og steypt í mótin.
Guðbrandur Torfason smiður sér um verkið ásamt þremur öðrum kafari er líka við vinnu við að koma mótunum niður fyrir sjólínu.
Guðbrandur Torfason er héðan úr sveit og;er sonur Torfa Guðbrandssonar fyrrum skólastjóra við Finnbogastaðaskóla;og er byggingarmeistari í Reykjavík.