Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. júlí 2012 Prenta

Gífurleg úrkoma var í gær,og allir vegir greiðfærir.

Úrkoman í rúma tvo sólarhringa var 57,0 mm.
Úrkoman í rúma tvo sólarhringa var 57,0 mm.
1 af 3

Mikil úrkoma var í gær og á sunnudaginn,virðist úrkoman hafa verið mjög kaflaskipt eftir stöðum í Árneshreppi,mesta úrkoman virðist hafa verið í gær og fyrrinótt inn með Reykjarfirðinum og  á Djúpavíkursvæðinu og náði til Kjörvogs en þar skipti um frá Gjögri og norður fyrir Ávíkur,síðan var mikil úrkoma frá Trékyllisvik og norður til Norðurfjarðar. Árnesáin var eins og eftir haustrigningar eitt beljandi fljót og líka allir lækir norður frá og í Reykjarfirði og Djúpavík. Í gærdag og fram á nótt rigndi mikið hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og mældist úrkoman eftir nóttina 36,3 mm,en heildarúrkoman í þessari hrinu frá sunnudegi og fram á morgun í morgun er orðin 57,0 mm og telst það mikil úrkoma á rúmum tveim sólarhringum.

 

Að sögn Jóns Harðar hjá Vegagerðinni á Hólmavík eru nú allir vegir orðnir greiðfærir fyrir alla bíla,verið var að vinna í morgun við frágang á veginum á Veiðileysuhálsi þar sem vegurinn fór í sundur í gær,einnig þurfti að hreinsa Kjörvogshlíðina þar sem stór steinn lokaði veginum í nótt auk smærra grjóthruns þar. Vegir eru nú orðnir þurrir eftir alla þessa úrkomu helgarinnar og virðist jarðveginum ekki hafa veitt af þessari hressilegu vökvun.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Ein húseining hífð.27-10-08.
  • Gjögur-05-07-2004.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
Vefumsjón