Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. október 2009 Prenta

Gjögurbryggja löguð.

Jónas hleður upp varnargarði við Gjögurbryggju.
Jónas hleður upp varnargarði við Gjögurbryggju.
1 af 4
Nú er verið að setja varnargarð austan megin við Gjögurbryggju,þar er verktakinn Jónas Jónbjörnsson hjá Tígur ehf að hlaða grjótvarnargarð.

Efnið sprengir hann upp í Reykjaneslandi rétt vestan megin við Gjögurflugvöll.

Gjögurbryggja fór mjög illa í miklum sjógangi og veðurham í október í fyrra.

Sveitarfélagið  Árneshreppur fékk styrk úr ferjubryggjusjóði til framkvæmdanna.

Siglingastofnun hefur yfirumsjón með verkinu.

Síðan verður steypt gólfið á bryggjunni í haust ef veður leyfir.

Gjögurbryggja er talsvert notuð sérstaklega á sumrin og einnig er hún öryggishöfn þegar hafís kemur að landi,því í ísárum lokast inn til Norðurfjarða fljótt ef landsins forni fjandi kemur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Júní »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Úr myndasafni

  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
  • 24-11-08.
  • Hafís. 13-06-2018
  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Kristín í eldhúsinu.
Vefumsjón