Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. október 2009
Prenta
Gjögurbryggja löguð.
Nú er verið að setja varnargarð austan megin við Gjögurbryggju,þar er verktakinn Jónas Jónbjörnsson hjá Tígur ehf að hlaða grjótvarnargarð.
Efnið sprengir hann upp í Reykjaneslandi rétt vestan megin við Gjögurflugvöll.
Gjögurbryggja fór mjög illa í miklum sjógangi og veðurham í október í fyrra.
Sveitarfélagið Árneshreppur fékk styrk úr ferjubryggjusjóði til framkvæmdanna.
Siglingastofnun hefur yfirumsjón með verkinu.
Síðan verður steypt gólfið á bryggjunni í haust ef veður leyfir.
Gjögurbryggja er talsvert notuð sérstaklega á sumrin og einnig er hún öryggishöfn þegar hafís kemur að landi,því í ísárum lokast inn til Norðurfjarða fljótt ef landsins forni fjandi kemur.