Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. apríl 2013 Prenta

Gleðilegt sumar! Vetur og sumar frusu saman.

Norðurfjörður-Krossnesfjall.Það er ekki sumarlegt í Árneshreppi á sumardaginn fyrsta.
Norðurfjörður-Krossnesfjall.Það er ekki sumarlegt í Árneshreppi á sumardaginn fyrsta.
Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudegi á bilinu 19. til 25. apríl. Um fyrsta sumardag er getið þegar í elstu heimildum. Vikan var helsta tímaeining í gamla íslenska tímatalinu og kann það að valda nokkru um að nafn fyrsta sumarmánaðar, hörpu, er ekki þekkt fyrr en frá 17. öld.

Nafnið virðist dregið af vorhörkum, en síðar tengist það öðrum persónugerðum mánaðaheitum og er þá litið á Hörpu sem yngismey sem piltar eiga að fagna á fyrsta degi. Sumarblóta er lítillega getið í frásögnum af heiðnum sið. Þótt heimildir séu fámálar er líklegt að Íslendingar hafi alltaf haldið til dagsins í mat og drykk eftir efnum og ástæðum.

Ýmis þjóðtrú tengist sumarkomu og er meðal annars talið vita á gott ef sumar og vetur "frýs saman" aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Segir í sögu daganna.

Hér á Ströndum fraus saman vetur og sumar,á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist frostið klukkan sex -1,6 stig og klukkan níu í morgun var frostið -1,9 stig,en frost fór niðri -2,4 stig. Þannig að hér frusu saman sumar og vetur sem talið er gott eftir þjóðtrúnni. En það er ekki sumarlegt um að lítast hér í Árneshreppi á þessum fyrsta morgni sumars frost og alhvít jörð.

Vefurinn óskar öllum lesendum sínum Gleðilegs sumars með þakklæti fyrir samfylgdina í vetur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Jóhann Björn-Sólveig (Bía) og Ragna.
  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
Vefumsjón