Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. október 2008 Prenta

Góður árangur með borun eftir heitu vatni á Krossnesi.

Borinn Klaki.
Borinn Klaki.
Vatnið 65 gráðu heitt.

Það er hægt að seigja að vel hafi gengið að bora á Krossnesi með jarðbornum Klaka.

En nú er hætt borun þegar komið er á 90 metra dýpi og komið 64,8 stiga heitt vatn og rennslið er 14 sekúndulítrar.

Ætlunin var að bora niðrá allt að 200 metra dýpi en Haukur Jóhannesson jarðfræðingur lét stoppa nú þegar þessi árangur er komin svona fljótt.

;Hann segir þetta duga fyrir hitaveitu seinna meyr ef farið verður í að leggja hitaveitu inn í Norðurfjörð og hita upp bæina þar;.

Nú eru bormennirnir frá Vatnsborun ehf að flytja borinn út á Ytra Skarð þar sem ætlunin er að bora könnunarholu eða hitstigulsholu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Byrjað er að setja loftdósir og rafmagnsrör.23-01-2009.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
Vefumsjón