Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. mars 2012 Prenta

Grand Hótel Reykjavík, fær Svansvottun.

Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti Ólafi Torfasyni stjórnarformanni hótelsins, leyfið.
Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti Ólafi Torfasyni stjórnarformanni hótelsins, leyfið.
1 af 2

Fréttatilkynning:

Stærsta ráðstefnuhótel landsins, Grand Hótel Reykjavík hefur hlotið vottun Norræna umhverfismerkisins samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti Ólafi Torfasyni stjórnarformanni hótelsins, leyfið föstudaginn 30. mars á ársfundi Umhverfisstofnunar sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík. "Í dag getum við boðið með stolti upp á umhverfisvæna hótel- og ráðstefnuþjónustu", segir Ólafur. "Við viljum vera öðrum fyrirmynd í starfi okkar að umhverfismálum og munum vinna að því eins og kostur er í framtíðinni. "Í umhverfisstefnu hótelsins segir að unnið sé markvisst að því  að draga úr orku- og vatnsnotkun. Ávallt sé leitast við að kaupa umhverfisvottaðar vörur og þjónustu þegar það er mögulegt og bjóða upp á lífrænt ræktaðar vörur, m.a. lífrænt vottaðan morgunverð. Allt sorp er flokkað og sent til endurvinnslu, og ekki er boðið upp á einnota- eða sérpakkaðarvörur sé þess kostur og sparlega er farið með efni. Flokkun á úrgangi er gerð aðgengilega fyrir gesti og starfsmenn.

Jafnframt segir Ólafur að í Svansvottuninni sé fræðslustarfið mikilvægt og við leggjum okkur fram við að fræða og miðla um umhverfismál og efla almenna umhverfisvitund sem og að fylgjast með nýjungum í umhverfismálum. Við upplýsum viðskiptavini um umhverfisstarf hótelsins auk þess sjáum við til þess að starfsfólk beiti viðurkenndum aðferðum í umhverfisstarfi. Umhverfisstefnan endurspeglar starf Grand Hótel Reykjavík og mun hún vera endurskoðuð reglulega í framtíðinni til að tryggja stöðugar framfarir.

Norræna umhverfismerkið Svanurinn

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins svo að komandi kynslóðir hafi jafna möguleika og við til að mæta þörfum sínum. Alls er hægt að Svansvotta 70 mismunandi vöru- og þjónustuflokka. www.svanurinn.is  

Grand Hótel Reykjavík er fyrsta flokks ráðstefnuhótel með 312 herbergjum, 14 ráðstefnu- og veislusölum ásamt veitingastaðnum Brasserie Grand. www.grand.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Húsið fellt.
  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
Vefumsjón