Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. ágúst 2008
Prenta
Grunnur tekin að nýju húsi á Finnbogastöðum.
Spursmálið var um einhverja 10 metra,en í einhverri reglugerð stendur að nýbyggð hús megi ekki standa nær þjóðvegi enn hundrað metra,en horft verður hjá í þessu sambandi við nýbyggingu að Finnbogastöðum,en húsið verður 90 metra frá þjóðveginum.
Guðmundur bóndi Þorsteinsson bað Hrafn Jökulsson að taka fyrstu formlegu skóflustúnguna sem hann og gerði og fór það honum vel úr hendi.
Síðan fór Ásbjörn Þorgilsson á Djúpavík að grafa fyrir grunninum með traktorsgröfu hann er með góða traktorsgröfu og bauð Guðmundi Þorsteinssyni bónda fyrir löngu að taka grunnin þegar að því kæmi.
Húsið verður um 210 fermetrar að stærð með bílskúr,en íbúðin er um 160 fermetrar og verður húsið á einni hæð.
Meðfylgjandi er grunnteikning sem lesendur eiga að geta stækkað í tölvunum sínum og skoðað.
Meyra á vefnum þegar uppsláttur fyrir grunni hefst.