Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. desember 2007 Prenta

Hægviðri eða Logn.

Fugl á vindstefnumælinum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fugl á vindstefnumælinum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Nú í kvöld kl 21:00 gaf veðurstöðin í Litlu-Ávík upp logn,enn annars í dag var suðaustan 1 til 2 metrar og eða breytileg átt.Annars var yfirleitt við Húnaflóann hægviðri smá slydda á Hrauni á Skaga og hiti um og rétt yfir frostmarki enn farið að frjósa við jörð.
Þegar veðurathughunarmaðurinn í Litlu-Ávik fór að fylgjast með mælum í dag á milli 5 og 6 þá fannst honum vindstefnumælirinn hreyfast dáldið mikið í þessu hægviðri,og fór út að athuga uppi í staur,þá sat þar fugl á mælinum og þegar hann blakti vængjum þá fór vindstefnumælirinn í hringi,já það er margt að varast í veðrinu í logni eða hægviðri.
Undirritaður náði mynd fyrir um þrem árum við nákvæmlega eins aðstæður,og sú mynd fylgir hér með.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
  • Söngur.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
Vefumsjón