Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. janúar 2010
Prenta
Hafís hefur færst nær landi.
Hafís er nú nálægt landi, eða um 30 sml V og NV af Straumnesvita og um 18 sml N af Hælavíkurbjargi.
Næst landi gæti verið ístunga í um 13 sml frá Bjargtöngum.
Næstu daga verður vestlæg átt ríkjandi og því getur ísinn færst nær landi.
Sjófarendur á svæðinu eru beðnir um að fara að öllu með gát.
Upplýsingar af vef Veðurstofu Íslands hafísdeild og myndin er frá Jarðvísindastofnun Háskólans.